Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2020 18:45 Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Vísir/Vilhelm Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira