Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 13:00 Börn í Grandaskóla hafa mætt með nesti í þessari viku. Hluti þeirra er heima enda aðeins sjö skólastofur opnar af 24. Reykjavík Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira