Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 13:00 Börn í Grandaskóla hafa mætt með nesti í þessari viku. Hluti þeirra er heima enda aðeins sjö skólastofur opnar af 24. Reykjavík Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira