Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 13:00 Börn í Grandaskóla hafa mætt með nesti í þessari viku. Hluti þeirra er heima enda aðeins sjö skólastofur opnar af 24. Reykjavík Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira