„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 09:07 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29