Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. febrúar 2020 04:37 Frá vettvangi brunans í nótt. Vísir/friðrik þór Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira