Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 20:15 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2 Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33