Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 22:24 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verða allir farþegar skimaðir við komuna til landsins og aftur fimm dögum seinna að lokinni sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í kvöld að mikilvægt væri að nýtt fyrirkomulag yrði lengi í gildi. „Já, ég held það nú. Ef við viljum halda veirunni frá landinu þá held ég að við þurfum að gera það í marga mánuði. Ég held að staðan sé bara þannig,“ sagði hann. Mikilvægt væri að gera ný vinnubrögð að venju. Ekki mætti aðeins taka þau upp sem átaksvinnu eða krísuvinnu við og við. „Ég held að við þurfum að koma þessu inn í okkar rútínuvinnubrögð eins mikið og hægt er. Við þurfum að gera þetta að rútínuvinnu en ekki átaksvinnu og krísuvinnu, stöðugt á hverjum einasta degi.“ Hann sagði sóttvarnayfirvöld hafa lært mikið frá því að slakað var á ferðatakmörkunum þann 15. júní síðastliðinn. „Við lögðum upp í þessa vegferð 15. júní þegar landamærin voru opnuð meira en þau voru, þau voru aldrei lokuð, með það að markmiði að reyna að takmarka innflæði veirunnar sem mest inn í landið. Og ekki síst að reyna að fá vitneskju um það hvernig hún hegðaði sér.“ Aðrar þjóðir vilja hugsanlega gera svipað og við Þegar hér sé komið við sögu hafi verðmætar upplýsingar safnast. Frá 15. júní hefðu alls 60 einstaklingar greinst með veiruna við landamærin og ljóst væri að aðeins einn farþegi þyrfti að koma með veiruna til landsins til að valda faraldri. Hann telur það jafnframt ekki hafa verið mistök að hafa opnað landið meira að nýju. „Maður gerir mistök ef maður fer ekki eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi eða eftir þeirri þekkingu sem er til á hverjum tíma. Þetta er ný veira og það er enginn með þessa þekkingu og enginn með þessa reynslu þannig að við lögðum upp með það að skapa og búa til þessa reynslu og fara eftir henni og láta hana stýra okkur í því hvað við vildum gera,“ sagði Þórólfur. „Á þessum tímapunkti erum við að bregðast við þessari þekkingu og reynslu sem við höfum hvað varðar hvernig er best að gera þetta. Hvernig er best að halda þessari veiru frá landinu og ég bendi á það að það eru aðrar þjóðir að spyrja okkur hvernig við höfum gert þetta með það fyrir augum að hugsanlega gera svipað og við,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. 17. ágúst 2020 10:09 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verða allir farþegar skimaðir við komuna til landsins og aftur fimm dögum seinna að lokinni sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í kvöld að mikilvægt væri að nýtt fyrirkomulag yrði lengi í gildi. „Já, ég held það nú. Ef við viljum halda veirunni frá landinu þá held ég að við þurfum að gera það í marga mánuði. Ég held að staðan sé bara þannig,“ sagði hann. Mikilvægt væri að gera ný vinnubrögð að venju. Ekki mætti aðeins taka þau upp sem átaksvinnu eða krísuvinnu við og við. „Ég held að við þurfum að koma þessu inn í okkar rútínuvinnubrögð eins mikið og hægt er. Við þurfum að gera þetta að rútínuvinnu en ekki átaksvinnu og krísuvinnu, stöðugt á hverjum einasta degi.“ Hann sagði sóttvarnayfirvöld hafa lært mikið frá því að slakað var á ferðatakmörkunum þann 15. júní síðastliðinn. „Við lögðum upp í þessa vegferð 15. júní þegar landamærin voru opnuð meira en þau voru, þau voru aldrei lokuð, með það að markmiði að reyna að takmarka innflæði veirunnar sem mest inn í landið. Og ekki síst að reyna að fá vitneskju um það hvernig hún hegðaði sér.“ Aðrar þjóðir vilja hugsanlega gera svipað og við Þegar hér sé komið við sögu hafi verðmætar upplýsingar safnast. Frá 15. júní hefðu alls 60 einstaklingar greinst með veiruna við landamærin og ljóst væri að aðeins einn farþegi þyrfti að koma með veiruna til landsins til að valda faraldri. Hann telur það jafnframt ekki hafa verið mistök að hafa opnað landið meira að nýju. „Maður gerir mistök ef maður fer ekki eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi eða eftir þeirri þekkingu sem er til á hverjum tíma. Þetta er ný veira og það er enginn með þessa þekkingu og enginn með þessa reynslu þannig að við lögðum upp með það að skapa og búa til þessa reynslu og fara eftir henni og láta hana stýra okkur í því hvað við vildum gera,“ sagði Þórólfur. „Á þessum tímapunkti erum við að bregðast við þessari þekkingu og reynslu sem við höfum hvað varðar hvernig er best að gera þetta. Hvernig er best að halda þessari veiru frá landinu og ég bendi á það að það eru aðrar þjóðir að spyrja okkur hvernig við höfum gert þetta með það fyrir augum að hugsanlega gera svipað og við,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. 17. ágúst 2020 10:09 Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. 17. ágúst 2020 10:09
Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt 18. ágúst 2020 14:09
Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57