Neymar braut sóttvarnarreglur í gær og UEFA gæti sett hann í bann í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 09:00 Neymar var eini leikmaður Paris Saint Germain sem skipti um treyju eftir leik enda er það bannað. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira