Innlent

Engin slys á fólki vegna bílabrunans

Sylvía Hall skrifar
Frá vettvangi. 
Frá vettvangi.  Lögreglan

Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í flutningabíl á Grindavíkurvegi í morgun. Búið er að opna umferð til norðurs, eða frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Unnið er nú að því að flytja bílinn af vettvangi en af myndum að dæma er hún stórskemmd eftir brunann. Myndir frá vettvangi í morgun sýndu að mikill eldur var í bílnum og lagði mikinn reyk frá svæðinu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um vatnsverndarsvæði sé að ræða og því taki við vinna að tryggja að jarðvegurinn sé ekki mengaður. 

Fólki er bent á að nýta hjáleiðir um Hafnarveg og Krýsavíkurveg á meðan vegurinn er lokaður til suðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×