Dagur er ekki dagfarsprúður Vigdís Hauksdóttir skrifar 19. ágúst 2020 16:00 Dagur B. Eggertsson var kosinn fyrst í borgarstjórn árið 2002. Þar hefur hann setið óslitið síðan eða í tæp 20 ár. Þegar aðilar sitja svo lengi á valdastóli þá fara þeir að sýna af sér hroka og yfirgengilega frekju. Hroka og frekju sem má lýsa sem svo: „ég á þetta – ég má þetta“. Honum mislíkar oft skoðanir og bókanir okkar í minnihlutanum. Hann hefur oft tekið reiðiköst á fundum og frussar á okkur skammaryrðum. Embættismenn sitja hnípnir hjá. Þetta er oft á tíðum ógnandi tilburðir sem líkja má við kúgun og þöggun. Hann telur að hann hafi boðvald yfir okkur, en það er siðlaust og óheiðarlegt því við sækjum okkar umboð til kjósenda en ekki hans eða ráðhússins. Á löngum valdatíma hefur hann komið sér upp ógnarstjórn. Það sjá allir sem sjá vila að það er eitthvað mikið að í ráðhúsinu. Í fjögur kjörtímabil hefur verið ógeðslegur, ógnvekjandi kúltúr í ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í valdastöðu nær allann tíman og hefur skapað þessi vinnubrögð. Ógeðskúltúrinn á kjörtímabilinu 2006-2010 var slíkur að Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi var neyddur til að skila læknisvottorði áður en hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Á fyrsta fundi nýs meirihluta fylltist ráðhúsið af mótmælendum hins fallna meirihluta og voru með skrílslæti. Gestir á pöllunum hrópuðu: „Hættið við" og okkar Reykjavík, okkar Dagur í Reykjavík,". Þessi meirihluti felldi Dag B. Eggertsson úr embætti borgarstjóra. Síðan þá má segja að fjandinn hafi verið laus í ráðhúsinu. Allir vita óstjórnina og ruglið sem átti sér stað á kjörtímabilinu 2010-2014. Kjörtímabilið 2014-2018 var hræðilegt kjörtímabil fyrir þá borgarfulltrúa sem ekki voru í náðinni hjá ógnarstjórnandanum. Skemmst er að minnast þess að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fékk aldrei vinnufrið og var beitt harkalegu andlegu ofbeldi af meirihlutanum. Kjartan Magnússon stóð líka upp í lok kjörtímabilsins og lýsti framkomu borgarfulltrúa meirihlutans í sinn garð. Hann lét eitt sinn bóka að hann hafi verið hrakyrtur og svívirtur af þáverandi formanni borgarráðs. Hefst nú nýtt kjörtímabil árið 2018 þar sem ég hlýt kosningu í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson er áfram aðal spaðinn í þessu öllu og nær að berja saman viðreistan meirihluta með Viðreisn. Hann heldur völdum – hann heldur á öllum spilunum og ógeðskúltúrinn heldur áfram. Snemma urðu harðir árekstrar. Fjandinn varð laus þegar lesið var upp úr nýföllnum dómi héraðsdóms að „yfirmenn ættu ekki að koma fram við undimenn sína eins og dýr í hringleikahúsi“ en sá dómur var borginni í óhag og var áminning fjármálastjóra ráðhússins felld úr gildi. Þessi orð lýsa ástandinu innan ráðhússins. Þarna komu kjörnir fulltrúar hvergi nærri. Dagur B. Eggertsson skýlir sér ætíð á bak við embættismenn borgarinnar þegar vond mál koma upp. Hann notar þá sem mannlegan skjöld og þeir þora ekki öðru en að taka skellinn fyrir borgarstjóra. Minnihlutanum er síðan kennt um og öllu snúið á haus. Dagur B. Eggertsson hefur ekki boðvald yfir kjörnum fulltrúum. Hann nær ekki að beisla okkur. Hann er að fríka út á því og hefur gert allt til að knésetja okkur og þá sérstaklega mig. Notuð er ógeðsleg, ólögleg vinnubrögð eins og „Rannsóknarréttur ráðhússins.“ Á milli er smánun notuð bæði á fundum og í fjölmiðlum. Stundum eru ofsareiðiköst notuð til að fá okkur ofan af bókunum. Stundum er embættismönnum beitt á forarið og við kölluð „tuddar á skólalóð“. Mér var hótað með siðanefnd Samtaka íslenskra sveitarfélaga sem síðan reyndis lygi. Embættismaður birtir í tvígang ærumeiðandi langhund/status á facebook um kjörinn fulltrúa. Eineltisteymi ráðhússins varð að fella niður mál á hendur mér því engin innistæða var fyrir upplognum og alvarlegum ásökunum á mig. Öllum brögðum er beitt án árangurs því í það minnsta ég veit upp á hár hver eru valdmörk kjörinna fulltrúa og embættismanna. Þessi vinnubrögð eru siðlaus og ógeðfelld. Dagur B. Eggertsson er samt ekki af baki dottinn og heldur áfram. Þetta er það nýjasta – við fengum sendan póst. Pósturinn var sendur til borgarráðsfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í borgarráði og innihélt eftirfarandi skilaboð: „Yfirstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í júní sl. að gera mat á starfsumhverfi og úttekt á sálfélagslegum þáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem kemur reglulega fyrir borgarráð. Nú er komið að því að hefja þessa vinnu og munu viðtöl við þann hóp sem skilgreindur var til þátttöku hefjast fljótlega.“ Þessi rannsókn var ekki borin undir okkur í minnihlutanum og enginn fundur var haldinn þar sem þessi ákvörðun var til umræðu. Ekki er heldur búið að spyrja útsvarsgreiðendur í borginni hvort þeir séu tilbúnir að sjá á eftir útsvarinu í svona lýðskrum sem er eingöngu til þess fallið að taka niður kjörna fulltrúa. Síðan sagði í póstinum: „Hlutverk þjónustuaðila verður að meta starfsumhverfi og gera úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem ýmist situr eða kemur reglulega fyrir fundi borgarráðs. Óskað var eftir úttekt á eftirfarandi þáttum: eðli starfs, aðstæður á vettvangi borgarráðs, hvernig vinna fer fram á vettvangi borgarráðs og samskipti starfsfólks við kjörna fulltrúa vegna borgarráðs. Ástæða úttektarinnar er að Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur hafa borist ábendingar um að skoða þurfi starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem situr fundi borgarráðs eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á starfsöryggi starfsfólks síns og skal tryggja starfsfólki öruggt og gott starfsumhverfi á grundvelli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Til að fá góða mynd að því starfsumhverfi sem um ræðir er nauðsynlegt að heyra frá aðilum sem sitja fundi borgarráðs eða þurfa reglulega að koma fyrir borgarráð. Bæði verður því starfsfólki sem sitja fundi borgarráðs eða koma reglulega fyrir borgarráð boðið að koma í viðtöl hjá þjónustuaðila ásamt borgarráðsfulltrúum.“ Það er verið að etja saman kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Það er svar Dags B. Eggertssonar við margra ára ógeðfelldum samskiptum í ráðhúsinu sem eru á ábyrgð hans sjálfs. Hann sjálfur hefur viðhaldið þessum vinnubrögðum um margra, margra ára skeið. Einn maður ber ábyrgð á þessu ástandi – það er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar – Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var kosinn fyrst í borgarstjórn árið 2002. Þar hefur hann setið óslitið síðan eða í tæp 20 ár. Þegar aðilar sitja svo lengi á valdastóli þá fara þeir að sýna af sér hroka og yfirgengilega frekju. Hroka og frekju sem má lýsa sem svo: „ég á þetta – ég má þetta“. Honum mislíkar oft skoðanir og bókanir okkar í minnihlutanum. Hann hefur oft tekið reiðiköst á fundum og frussar á okkur skammaryrðum. Embættismenn sitja hnípnir hjá. Þetta er oft á tíðum ógnandi tilburðir sem líkja má við kúgun og þöggun. Hann telur að hann hafi boðvald yfir okkur, en það er siðlaust og óheiðarlegt því við sækjum okkar umboð til kjósenda en ekki hans eða ráðhússins. Á löngum valdatíma hefur hann komið sér upp ógnarstjórn. Það sjá allir sem sjá vila að það er eitthvað mikið að í ráðhúsinu. Í fjögur kjörtímabil hefur verið ógeðslegur, ógnvekjandi kúltúr í ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í valdastöðu nær allann tíman og hefur skapað þessi vinnubrögð. Ógeðskúltúrinn á kjörtímabilinu 2006-2010 var slíkur að Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi var neyddur til að skila læknisvottorði áður en hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Á fyrsta fundi nýs meirihluta fylltist ráðhúsið af mótmælendum hins fallna meirihluta og voru með skrílslæti. Gestir á pöllunum hrópuðu: „Hættið við" og okkar Reykjavík, okkar Dagur í Reykjavík,". Þessi meirihluti felldi Dag B. Eggertsson úr embætti borgarstjóra. Síðan þá má segja að fjandinn hafi verið laus í ráðhúsinu. Allir vita óstjórnina og ruglið sem átti sér stað á kjörtímabilinu 2010-2014. Kjörtímabilið 2014-2018 var hræðilegt kjörtímabil fyrir þá borgarfulltrúa sem ekki voru í náðinni hjá ógnarstjórnandanum. Skemmst er að minnast þess að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, fékk aldrei vinnufrið og var beitt harkalegu andlegu ofbeldi af meirihlutanum. Kjartan Magnússon stóð líka upp í lok kjörtímabilsins og lýsti framkomu borgarfulltrúa meirihlutans í sinn garð. Hann lét eitt sinn bóka að hann hafi verið hrakyrtur og svívirtur af þáverandi formanni borgarráðs. Hefst nú nýtt kjörtímabil árið 2018 þar sem ég hlýt kosningu í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson er áfram aðal spaðinn í þessu öllu og nær að berja saman viðreistan meirihluta með Viðreisn. Hann heldur völdum – hann heldur á öllum spilunum og ógeðskúltúrinn heldur áfram. Snemma urðu harðir árekstrar. Fjandinn varð laus þegar lesið var upp úr nýföllnum dómi héraðsdóms að „yfirmenn ættu ekki að koma fram við undimenn sína eins og dýr í hringleikahúsi“ en sá dómur var borginni í óhag og var áminning fjármálastjóra ráðhússins felld úr gildi. Þessi orð lýsa ástandinu innan ráðhússins. Þarna komu kjörnir fulltrúar hvergi nærri. Dagur B. Eggertsson skýlir sér ætíð á bak við embættismenn borgarinnar þegar vond mál koma upp. Hann notar þá sem mannlegan skjöld og þeir þora ekki öðru en að taka skellinn fyrir borgarstjóra. Minnihlutanum er síðan kennt um og öllu snúið á haus. Dagur B. Eggertsson hefur ekki boðvald yfir kjörnum fulltrúum. Hann nær ekki að beisla okkur. Hann er að fríka út á því og hefur gert allt til að knésetja okkur og þá sérstaklega mig. Notuð er ógeðsleg, ólögleg vinnubrögð eins og „Rannsóknarréttur ráðhússins.“ Á milli er smánun notuð bæði á fundum og í fjölmiðlum. Stundum eru ofsareiðiköst notuð til að fá okkur ofan af bókunum. Stundum er embættismönnum beitt á forarið og við kölluð „tuddar á skólalóð“. Mér var hótað með siðanefnd Samtaka íslenskra sveitarfélaga sem síðan reyndis lygi. Embættismaður birtir í tvígang ærumeiðandi langhund/status á facebook um kjörinn fulltrúa. Eineltisteymi ráðhússins varð að fella niður mál á hendur mér því engin innistæða var fyrir upplognum og alvarlegum ásökunum á mig. Öllum brögðum er beitt án árangurs því í það minnsta ég veit upp á hár hver eru valdmörk kjörinna fulltrúa og embættismanna. Þessi vinnubrögð eru siðlaus og ógeðfelld. Dagur B. Eggertsson er samt ekki af baki dottinn og heldur áfram. Þetta er það nýjasta – við fengum sendan póst. Pósturinn var sendur til borgarráðsfulltrúa og áheyrnarfulltrúa í borgarráði og innihélt eftirfarandi skilaboð: „Yfirstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í júní sl. að gera mat á starfsumhverfi og úttekt á sálfélagslegum þáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem kemur reglulega fyrir borgarráð. Nú er komið að því að hefja þessa vinnu og munu viðtöl við þann hóp sem skilgreindur var til þátttöku hefjast fljótlega.“ Þessi rannsókn var ekki borin undir okkur í minnihlutanum og enginn fundur var haldinn þar sem þessi ákvörðun var til umræðu. Ekki er heldur búið að spyrja útsvarsgreiðendur í borginni hvort þeir séu tilbúnir að sjá á eftir útsvarinu í svona lýðskrum sem er eingöngu til þess fallið að taka niður kjörna fulltrúa. Síðan sagði í póstinum: „Hlutverk þjónustuaðila verður að meta starfsumhverfi og gera úttekt á sálfélagslegum áhættuþáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem ýmist situr eða kemur reglulega fyrir fundi borgarráðs. Óskað var eftir úttekt á eftirfarandi þáttum: eðli starfs, aðstæður á vettvangi borgarráðs, hvernig vinna fer fram á vettvangi borgarráðs og samskipti starfsfólks við kjörna fulltrúa vegna borgarráðs. Ástæða úttektarinnar er að Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur hafa borist ábendingar um að skoða þurfi starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar sem situr fundi borgarráðs eða þarf reglulega að taka sæti á fundum borgarráðs. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á starfsöryggi starfsfólks síns og skal tryggja starfsfólki öruggt og gott starfsumhverfi á grundvelli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Til að fá góða mynd að því starfsumhverfi sem um ræðir er nauðsynlegt að heyra frá aðilum sem sitja fundi borgarráðs eða þurfa reglulega að koma fyrir borgarráð. Bæði verður því starfsfólki sem sitja fundi borgarráðs eða koma reglulega fyrir borgarráð boðið að koma í viðtöl hjá þjónustuaðila ásamt borgarráðsfulltrúum.“ Það er verið að etja saman kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Það er svar Dags B. Eggertssonar við margra ára ógeðfelldum samskiptum í ráðhúsinu sem eru á ábyrgð hans sjálfs. Hann sjálfur hefur viðhaldið þessum vinnubrögðum um margra, margra ára skeið. Einn maður ber ábyrgð á þessu ástandi – það er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar – Dagur B. Eggertsson Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar