Gúmmíhöldur til að festa grímur betur Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 11:00 Höldur til að festa andlitsgrímur betur er dæmi um nýsköpun í kjölfar kórónufaraldurs. Fix The Mask Það eru ekki bara sprittbrúsar og grímur sem seljast alls staðar heldur eru nýjar Covid tengdar vörur að verða til hjá ýmsum nýsköpunaraðilum. Eitt dæmi um nýsköpunarverkefni eru höldur úr gúmmíi til að halda grímum betur á andliti og þéttar. Það er nýsköpunarfyrirtækið Fix the Mask sem stendur að baki þessu hugviti en sjálfar höldurnar kallast Essential Mask Brace. Á heimasíðu Fix the Mask segir að stofnendur hafi allir komist í kynni við kórónuveiruna á einhvern hátt. Ýmist hafi ættingjar orðið veikir, vinir eða samstarfsfélagar. Snemma í faraldri hafi það vandamál komið upp að við grímunotkun fyndist mörgum grímurnar ekki haldast nógu vel á andliti eða vera nógu þéttar við andlit. Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar, þar af tvær konur sem störfuðu áður fyrir Apple. Önnur þeirra, Sabrina Paseman starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Apple. Megan Duong er einnig einn stofnenda en hún starfaði áður að stafrænni markaðssetningu fyrir Claris, sem er deild innan Apple. Höldurnar eru búnar til úr gúmmíi og sagði Paseman í nýlegu viðtali að það hefði tekið hópinn dágóðan tíma að ná hönnuninni þannig að það væri ekki óþægilegt að nota þær með grímum. Fyrirtækið lauk nýverið fjármögnun í gegnum vefsíðuna Kickstarters og er stefnt á að fjöldaframleiðsla hefjist innan skamms. Þótt vörunni sé ætlað í sölu hefur fyrirtækið einnig sett sér það markmið að hluti framleiðslunnar verði gefin í samstarfi við aðra aðila. Segja forsvarsmenn félagsins mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum til að tryggja að fólk fái aðstoð sem þurfa, óháð efnahag eða stöðu. Þá er fyrirtækið einnig að gefa hönnunina og hefur af því tilefni útbúið meðfylgjandi kennslumyndband þar sem fólki er kennt að útbúa höldurnar sjálft. Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Það eru ekki bara sprittbrúsar og grímur sem seljast alls staðar heldur eru nýjar Covid tengdar vörur að verða til hjá ýmsum nýsköpunaraðilum. Eitt dæmi um nýsköpunarverkefni eru höldur úr gúmmíi til að halda grímum betur á andliti og þéttar. Það er nýsköpunarfyrirtækið Fix the Mask sem stendur að baki þessu hugviti en sjálfar höldurnar kallast Essential Mask Brace. Á heimasíðu Fix the Mask segir að stofnendur hafi allir komist í kynni við kórónuveiruna á einhvern hátt. Ýmist hafi ættingjar orðið veikir, vinir eða samstarfsfélagar. Snemma í faraldri hafi það vandamál komið upp að við grímunotkun fyndist mörgum grímurnar ekki haldast nógu vel á andliti eða vera nógu þéttar við andlit. Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar, þar af tvær konur sem störfuðu áður fyrir Apple. Önnur þeirra, Sabrina Paseman starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Apple. Megan Duong er einnig einn stofnenda en hún starfaði áður að stafrænni markaðssetningu fyrir Claris, sem er deild innan Apple. Höldurnar eru búnar til úr gúmmíi og sagði Paseman í nýlegu viðtali að það hefði tekið hópinn dágóðan tíma að ná hönnuninni þannig að það væri ekki óþægilegt að nota þær með grímum. Fyrirtækið lauk nýverið fjármögnun í gegnum vefsíðuna Kickstarters og er stefnt á að fjöldaframleiðsla hefjist innan skamms. Þótt vörunni sé ætlað í sölu hefur fyrirtækið einnig sett sér það markmið að hluti framleiðslunnar verði gefin í samstarfi við aðra aðila. Segja forsvarsmenn félagsins mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum til að tryggja að fólk fái aðstoð sem þurfa, óháð efnahag eða stöðu. Þá er fyrirtækið einnig að gefa hönnunina og hefur af því tilefni útbúið meðfylgjandi kennslumyndband þar sem fólki er kennt að útbúa höldurnar sjálft.
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira