Gúmmíhöldur til að festa grímur betur Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 11:00 Höldur til að festa andlitsgrímur betur er dæmi um nýsköpun í kjölfar kórónufaraldurs. Fix The Mask Það eru ekki bara sprittbrúsar og grímur sem seljast alls staðar heldur eru nýjar Covid tengdar vörur að verða til hjá ýmsum nýsköpunaraðilum. Eitt dæmi um nýsköpunarverkefni eru höldur úr gúmmíi til að halda grímum betur á andliti og þéttar. Það er nýsköpunarfyrirtækið Fix the Mask sem stendur að baki þessu hugviti en sjálfar höldurnar kallast Essential Mask Brace. Á heimasíðu Fix the Mask segir að stofnendur hafi allir komist í kynni við kórónuveiruna á einhvern hátt. Ýmist hafi ættingjar orðið veikir, vinir eða samstarfsfélagar. Snemma í faraldri hafi það vandamál komið upp að við grímunotkun fyndist mörgum grímurnar ekki haldast nógu vel á andliti eða vera nógu þéttar við andlit. Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar, þar af tvær konur sem störfuðu áður fyrir Apple. Önnur þeirra, Sabrina Paseman starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Apple. Megan Duong er einnig einn stofnenda en hún starfaði áður að stafrænni markaðssetningu fyrir Claris, sem er deild innan Apple. Höldurnar eru búnar til úr gúmmíi og sagði Paseman í nýlegu viðtali að það hefði tekið hópinn dágóðan tíma að ná hönnuninni þannig að það væri ekki óþægilegt að nota þær með grímum. Fyrirtækið lauk nýverið fjármögnun í gegnum vefsíðuna Kickstarters og er stefnt á að fjöldaframleiðsla hefjist innan skamms. Þótt vörunni sé ætlað í sölu hefur fyrirtækið einnig sett sér það markmið að hluti framleiðslunnar verði gefin í samstarfi við aðra aðila. Segja forsvarsmenn félagsins mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum til að tryggja að fólk fái aðstoð sem þurfa, óháð efnahag eða stöðu. Þá er fyrirtækið einnig að gefa hönnunina og hefur af því tilefni útbúið meðfylgjandi kennslumyndband þar sem fólki er kennt að útbúa höldurnar sjálft. Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það eru ekki bara sprittbrúsar og grímur sem seljast alls staðar heldur eru nýjar Covid tengdar vörur að verða til hjá ýmsum nýsköpunaraðilum. Eitt dæmi um nýsköpunarverkefni eru höldur úr gúmmíi til að halda grímum betur á andliti og þéttar. Það er nýsköpunarfyrirtækið Fix the Mask sem stendur að baki þessu hugviti en sjálfar höldurnar kallast Essential Mask Brace. Á heimasíðu Fix the Mask segir að stofnendur hafi allir komist í kynni við kórónuveiruna á einhvern hátt. Ýmist hafi ættingjar orðið veikir, vinir eða samstarfsfélagar. Snemma í faraldri hafi það vandamál komið upp að við grímunotkun fyndist mörgum grímurnar ekki haldast nógu vel á andliti eða vera nógu þéttar við andlit. Að fyrirtækinu standa nokkrir aðilar, þar af tvær konur sem störfuðu áður fyrir Apple. Önnur þeirra, Sabrina Paseman starfaði áður sem hönnunarverkfræðingur hjá Apple. Megan Duong er einnig einn stofnenda en hún starfaði áður að stafrænni markaðssetningu fyrir Claris, sem er deild innan Apple. Höldurnar eru búnar til úr gúmmíi og sagði Paseman í nýlegu viðtali að það hefði tekið hópinn dágóðan tíma að ná hönnuninni þannig að það væri ekki óþægilegt að nota þær með grímum. Fyrirtækið lauk nýverið fjármögnun í gegnum vefsíðuna Kickstarters og er stefnt á að fjöldaframleiðsla hefjist innan skamms. Þótt vörunni sé ætlað í sölu hefur fyrirtækið einnig sett sér það markmið að hluti framleiðslunnar verði gefin í samstarfi við aðra aðila. Segja forsvarsmenn félagsins mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum til að tryggja að fólk fái aðstoð sem þurfa, óháð efnahag eða stöðu. Þá er fyrirtækið einnig að gefa hönnunina og hefur af því tilefni útbúið meðfylgjandi kennslumyndband þar sem fólki er kennt að útbúa höldurnar sjálft.
Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira