Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. Sóttvarnarlæknir telur að einhvers konar skimun við landamærin þurfi að vera við lýði næstu mánuði.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við ferðamenn sem komu til landsins í dag.

Einnig verður rætt við yfirlögregluþjón um nýjar sektarheimildir lögreglu við brotum gegn reglum um grímunotkun og farið yfir stöðuna í ferðaþjónustunni. Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja segjast fylgjast dofnir með fjöldaafbókunum. Búist er við frostavetri í greininni og talið er að þúsund manns gætu misst vinnuna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Fjármálaráðherra telur skattahækkanir og niðurskurð afar slæma hugmynd til að mæta efnahagshamförum af völdum kórónuveirunnar. Frekar eigi að örva hagkerfið með því að sætta sig við það tekjuhrun sem ríkissjóður verður fyrir.

Þá verður farið yfir nýbirt útboðsgögn Icelandair, rætt við Ólaf Helga Kjartansson, sem lætur brátt af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, og menntaskólanemendur sem horfa fram á óvenjulegan skólavetur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×