Hafa nú spilað í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:00 Miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir og markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hafa spilað allar 810 mínúur Blika í Pepsi deild kvenna í sumar. Vísir/Samsett Blikakonur stóðust metapressuna í gærkvöldi og gott betur. 7-0 sigur á Þór/KA þýðir að liðið er nú það eina í sögu úrvalsdeildar kvenna sem hefur spilað níu fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark. Breiðablik sló 23 ára gamalt met KR-liðsins á 23. mínútu leiksins í gær en KR-konur héldu hreinu fram í fyrri hálfleik í níunda leik sínum sumarið 1997. Blikaliðið hefur nú haldið marki sínu hreinu í samtals 810 mínútur og eru því búnar að spila í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark. Á sama tíma hefur liðið skorað 42 sinnum í mark mótherjanna. Það var við hæfi að miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blikaliðsins í gær en hún hefur spilað allar þessar 810 mínútur ásamt markverðinum Sonný Láru Þráinsdóttur. Kristín Dís var að skora sitt fyrsta deildarmark í sumar en samt með komin með fleiri mörk en andstæðingarnir í ár. Metið var reyndar aldrei í hættu á Kópavogsvellinum í gær. Fyrsta marktilraun Þór/KA kom nefnilega ekki fyrr en á 60. mínútu þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir átti skot af löngu færi rétt yfir markið. Það munaði þó litlu fjórum mínútum síðar þegar Blikakonur björguðu á línu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti síðan skot rétt yfir markið í uppbótatíma leiksins en annars var þetta enn eini rólegi leikurinn hjá Sonný Láru Þráinsdóttur í markinu. Samkvæmt tölfræði Wyscout fyrir leikinn í gær þá er hún búin að fá á sig 24 skot í leikjunum en hefur varið þau öll. Langmest var að gera á móti Val þar sem hún varði alls tíu skot. Helena Ólafsdóttir lýsti leik Breiðabliks og Þór/KA á Stöð 2 Sport í gær en hún var einmitt fyrirliði KR-liðsins sem átti gamla metið sem var 742 mínútur spilaðar án þess að fá á sig fyrsta markið á tímabili. Næst á dagskrá hjá Breiðabliki er að komast yfir þúsund mínútur en því náðu þær sjálfar sumarið 2015 þegar Blikaliðið lék í 1163 mínútur án þess að fá á sig mark eða frá leik á móti KR í þriðju umferð fram í leik á móti Selfossi í sextándu umferð. Til þess að ná því þá þarf Breiðabliksliðið að halda hreinu í næstu þremur leikjum sínum og gott betur. Þær komast yfir þúsund mínútur með því að halda hreinu fram í þriðja leik frá deginum í dag. Metið gæti því fallið undir lok fjórða leiks liðsins sem er samkvæmt leikjaplaninu í dag leikur á móti Þór/KA á útivelli. Norðanstúlkur gætu því lent í því að Blikarnir settu tvö met í leikjum á móti þeim í sumar. Miðað við þróun mála í sumar vegna kórónuveirufaraldursins er erfitt að horfa of langt fram í tímann og því verður bara að koma í ljós hvernig leikjaröð Blikanna verður á endanum. Pepsi Max deild kvenna verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í kvöld hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum hennar í Pepsi Max mörkum kvenna. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Blikakonur stóðust metapressuna í gærkvöldi og gott betur. 7-0 sigur á Þór/KA þýðir að liðið er nú það eina í sögu úrvalsdeildar kvenna sem hefur spilað níu fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark. Breiðablik sló 23 ára gamalt met KR-liðsins á 23. mínútu leiksins í gær en KR-konur héldu hreinu fram í fyrri hálfleik í níunda leik sínum sumarið 1997. Blikaliðið hefur nú haldið marki sínu hreinu í samtals 810 mínútur og eru því búnar að spila í þrettán og hálfan klukkutíma án þess að fá á sig mark. Á sama tíma hefur liðið skorað 42 sinnum í mark mótherjanna. Það var við hæfi að miðvörðurinn Kristín Dís Árnadóttir opnaði markareikning Blikaliðsins í gær en hún hefur spilað allar þessar 810 mínútur ásamt markverðinum Sonný Láru Þráinsdóttur. Kristín Dís var að skora sitt fyrsta deildarmark í sumar en samt með komin með fleiri mörk en andstæðingarnir í ár. Metið var reyndar aldrei í hættu á Kópavogsvellinum í gær. Fyrsta marktilraun Þór/KA kom nefnilega ekki fyrr en á 60. mínútu þegar Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir átti skot af löngu færi rétt yfir markið. Það munaði þó litlu fjórum mínútum síðar þegar Blikakonur björguðu á línu. Hulda Ósk Jónsdóttir átti síðan skot rétt yfir markið í uppbótatíma leiksins en annars var þetta enn eini rólegi leikurinn hjá Sonný Láru Þráinsdóttur í markinu. Samkvæmt tölfræði Wyscout fyrir leikinn í gær þá er hún búin að fá á sig 24 skot í leikjunum en hefur varið þau öll. Langmest var að gera á móti Val þar sem hún varði alls tíu skot. Helena Ólafsdóttir lýsti leik Breiðabliks og Þór/KA á Stöð 2 Sport í gær en hún var einmitt fyrirliði KR-liðsins sem átti gamla metið sem var 742 mínútur spilaðar án þess að fá á sig fyrsta markið á tímabili. Næst á dagskrá hjá Breiðabliki er að komast yfir þúsund mínútur en því náðu þær sjálfar sumarið 2015 þegar Blikaliðið lék í 1163 mínútur án þess að fá á sig mark eða frá leik á móti KR í þriðju umferð fram í leik á móti Selfossi í sextándu umferð. Til þess að ná því þá þarf Breiðabliksliðið að halda hreinu í næstu þremur leikjum sínum og gott betur. Þær komast yfir þúsund mínútur með því að halda hreinu fram í þriðja leik frá deginum í dag. Metið gæti því fallið undir lok fjórða leiks liðsins sem er samkvæmt leikjaplaninu í dag leikur á móti Þór/KA á útivelli. Norðanstúlkur gætu því lent í því að Blikarnir settu tvö met í leikjum á móti þeim í sumar. Miðað við þróun mála í sumar vegna kórónuveirufaraldursins er erfitt að horfa of langt fram í tímann og því verður bara að koma í ljós hvernig leikjaröð Blikanna verður á endanum. Pepsi Max deild kvenna verður að sjálfsögðu til umfjöllunar í kvöld hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum hennar í Pepsi Max mörkum kvenna. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira