Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:27 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/sigurjón Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45