Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:28 Kórónuveiruvarnir í Hanoi. Vísir/getty Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ekki fengið fregnir af því að neinn þeirra sé smitaður af veirunni. Greint var frá meintu kórónuveirusmiti Íslendings í Víetnam í erlendum fjölmiðlum í gær en fregnir af slíku eru þó á reiki. Töluverður viðbúnaður er nú í Hanoi, höfuðborg Víetnam, eftir að tilkynnt var um þrettán kórónuveirusmit í borginni. Smitin eru öll rakin til einstaklinga sem komu til Hanoi með flugi Vietnam Airlines frá London 2. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt Bloomberg sem birt var í gær. Í fréttinni kemur fram að 26 ára kona sem var farþegi í áðurnefndu flugi hafi greinst með kórónuveiru á föstudag. Hún hafði dvalið í London, París og Mílanó. Tveir menn tengdir konunni smituðust í kjölfarið af veirunni og síðar greindist annar farþegi í flugvélinni, 61 árs karlmaður, einnig með veiruna. Hátt í sextíu manns sem tengdust fólkinu voru þá settir í sóttkví. Bloomberg greinir jafnframt frá því að heilbrigðisráðuneyti Víetnam hafi staðfest níu smit til viðbótar í gær. Um sé að ræða erlenda ferðamenn; sjö Breta, einn Mexíkóa og einn Íslending. Breska dagblaðið Telegraph greinir einnig frá því á vef sínum að Íslendingur hafi greinst með veiruna en viðkomandi er þó sagður Íri í öðrum fjölmiðlum. Telegraph ræðir jafnframt við tvo breska bakpokaferðalanga sem sæta nú sóttkví í Víetnam. Þeir láta afar illa af dvöl sinni í sóttkvínni og líkja henni við fangelsisvist.Verða áfram í sambandi við Íslendingana María Mjöll Jónsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustan viti af fjórum Íslendingum sem sæti nú sóttkví í Víetnam. Ekki sé hins vegar vitað til þess að nokkur þeirra sé smitaður af kórónuveirunni. Þá hafi fólki verið á ferð saman og hafi nýlega verið sett í sóttkví. Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verður áfram í sambandi við Íslendingana.Nokkrir Íslendingar hafa verið í sóttkví á Tenerife síðan í lok febrúar. María segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um fleiri Íslendinga sem sæti sóttkví erlendis. Alls hafa nú verið staðfest þrjátíu kórónuveirusmit í Víetnam.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ekki fengið fregnir af því að neinn þeirra sé smitaður af veirunni. Greint var frá meintu kórónuveirusmiti Íslendings í Víetnam í erlendum fjölmiðlum í gær en fregnir af slíku eru þó á reiki. Töluverður viðbúnaður er nú í Hanoi, höfuðborg Víetnam, eftir að tilkynnt var um þrettán kórónuveirusmit í borginni. Smitin eru öll rakin til einstaklinga sem komu til Hanoi með flugi Vietnam Airlines frá London 2. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt Bloomberg sem birt var í gær. Í fréttinni kemur fram að 26 ára kona sem var farþegi í áðurnefndu flugi hafi greinst með kórónuveiru á föstudag. Hún hafði dvalið í London, París og Mílanó. Tveir menn tengdir konunni smituðust í kjölfarið af veirunni og síðar greindist annar farþegi í flugvélinni, 61 árs karlmaður, einnig með veiruna. Hátt í sextíu manns sem tengdust fólkinu voru þá settir í sóttkví. Bloomberg greinir jafnframt frá því að heilbrigðisráðuneyti Víetnam hafi staðfest níu smit til viðbótar í gær. Um sé að ræða erlenda ferðamenn; sjö Breta, einn Mexíkóa og einn Íslending. Breska dagblaðið Telegraph greinir einnig frá því á vef sínum að Íslendingur hafi greinst með veiruna en viðkomandi er þó sagður Íri í öðrum fjölmiðlum. Telegraph ræðir jafnframt við tvo breska bakpokaferðalanga sem sæta nú sóttkví í Víetnam. Þeir láta afar illa af dvöl sinni í sóttkvínni og líkja henni við fangelsisvist.Verða áfram í sambandi við Íslendingana María Mjöll Jónsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustan viti af fjórum Íslendingum sem sæti nú sóttkví í Víetnam. Ekki sé hins vegar vitað til þess að nokkur þeirra sé smitaður af kórónuveirunni. Þá hafi fólki verið á ferð saman og hafi nýlega verið sett í sóttkví. Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verður áfram í sambandi við Íslendingana.Nokkrir Íslendingar hafa verið í sóttkví á Tenerife síðan í lok febrúar. María segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um fleiri Íslendinga sem sæti sóttkví erlendis. Alls hafa nú verið staðfest þrjátíu kórónuveirusmit í Víetnam.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51
Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39