Mark Meadows nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 13:24 Mark Meadows er nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. getty/Andrew Harrer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19