Framkonur fengu bikar að láni til að stilla sér upp á sigurmynd Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 23:00 Framkonur eru sigurstranglegar fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. Sigurliðið í ár fær réttan verðlaunagrip strax í hendurnar. vísir/Daníel Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15
KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30