Sveindís með þrennu gegn Sviss Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2020 19:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er sannkallaður markahrókur. Vísir/Vilhelm Ísland vann í kvöld 4-1 sigur á Sviss á æfingamóti fyrir U19-landslið kvenna í fótbolta á La Manga á Spáni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrsta markið á 9. mínútu eftir að hafa unnið boltann af markverði Sviss. Svisslendingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar með góðu skoti utan teigs en nánast strax í kjölfarið skoraði Barbára Sól Gísladóttir með skalla eftir hornspyrnu. Sveindís bætti við sínu öðru marki og kom Íslandi í 3-1 skömmu fyrir leikhlé, eftir ágætan sprett fyrirliðans Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur af hægri kantinum. Sveindís fullkomnaði svo þrennuna sína með skoti af stuttu færi eftir að skot Ídu Marínar Hermannsdóttur var varið. Byrjunarlið U19 ára landsliðs kvenna sem mætir Sviss kl. 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Youtube rás KSÍ.https://t.co/mw4jPeO1My#dottirpic.twitter.com/lQilQ8zUUS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 5, 2020 Ísland mætir Ítalíu á laugardaginn og loks Þýskalandi næsta mánudag, en liðið undirbýr sig fyrir keppni í milliriðli EM þar sem það mætir Skotlandi, Hollandi og Rúmeníu í Hollandi í apríl. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttur kom til móts við U19-liðið í dag eftir að hafa varið mark A-landsliðsins í fyrsta sinn í 1-0 sigrinum gegn Norður-Írlandi á Spáni í gær. Tengdar fréttir Stelpurnar léku sér að Kasakstan og eru komnar í milliriðla Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið áfram í milliriðla eftir að hafa burstað Kasakstan, 7-0. 5. október 2019 16:41 Stórsigur U19 stelpnanna á Grikkjum Íslenska U19 landslið kvenna í fótbolta vann stórsigur á Grikklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020. 2. október 2019 19:23 „Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. 4. mars 2020 18:32 Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar. 5. desember 2019 17:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Ísland vann í kvöld 4-1 sigur á Sviss á æfingamóti fyrir U19-landslið kvenna í fótbolta á La Manga á Spáni. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrsta markið á 9. mínútu eftir að hafa unnið boltann af markverði Sviss. Svisslendingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar með góðu skoti utan teigs en nánast strax í kjölfarið skoraði Barbára Sól Gísladóttir með skalla eftir hornspyrnu. Sveindís bætti við sínu öðru marki og kom Íslandi í 3-1 skömmu fyrir leikhlé, eftir ágætan sprett fyrirliðans Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur af hægri kantinum. Sveindís fullkomnaði svo þrennuna sína með skoti af stuttu færi eftir að skot Ídu Marínar Hermannsdóttur var varið. Byrjunarlið U19 ára landsliðs kvenna sem mætir Sviss kl. 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Youtube rás KSÍ.https://t.co/mw4jPeO1My#dottirpic.twitter.com/lQilQ8zUUS— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 5, 2020 Ísland mætir Ítalíu á laugardaginn og loks Þýskalandi næsta mánudag, en liðið undirbýr sig fyrir keppni í milliriðli EM þar sem það mætir Skotlandi, Hollandi og Rúmeníu í Hollandi í apríl. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttur kom til móts við U19-liðið í dag eftir að hafa varið mark A-landsliðsins í fyrsta sinn í 1-0 sigrinum gegn Norður-Írlandi á Spáni í gær.
Tengdar fréttir Stelpurnar léku sér að Kasakstan og eru komnar í milliriðla Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið áfram í milliriðla eftir að hafa burstað Kasakstan, 7-0. 5. október 2019 16:41 Stórsigur U19 stelpnanna á Grikkjum Íslenska U19 landslið kvenna í fótbolta vann stórsigur á Grikklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020. 2. október 2019 19:23 „Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. 4. mars 2020 18:32 Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar. 5. desember 2019 17:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Stelpurnar léku sér að Kasakstan og eru komnar í milliriðla Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið áfram í milliriðla eftir að hafa burstað Kasakstan, 7-0. 5. október 2019 16:41
Stórsigur U19 stelpnanna á Grikkjum Íslenska U19 landslið kvenna í fótbolta vann stórsigur á Grikklandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020. 2. október 2019 19:23
„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. 4. mars 2020 18:32
Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar. 5. desember 2019 17:00