Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 21:18 Óvissa ríkti um þátttöku Cristiano Ronaldo í leiknum annað kvöld, vegna veikinda móður hans, en nú hefur leiknum verið frestað. vísir/getty Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30
Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30