Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:30 Netflix segist ekki vilja tjá sig um slúður og getgátur í sambandi við tengsl Daða Freys og Netflixmyndarinnar Eurovision. getty/chesnot/skjáskot Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira
Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira
Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33
Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54