Tugir fyrirtækja kynntu nýjar grænar lausnir Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2020 17:45 Birta Kristín Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Grænvangi. vísir/egill Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta. Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta.
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira