Lífið

Slepptu bifreið ofan á sérsmíðað trampólín úr 44 metra hæð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Athyglisverð tilraun.
Athyglisverð tilraun.

Verkfræðingurinn Mark Rober gerir aðeins eitt YouTube-myndband á mánuði eða 12 á ári. Hann vandar vel til verka og hefur tekið upp á ýmislegu í gegnum tíðina.

Á dögunum ákvað hann setja á svið tilraun þar sem bifreif var sleppt úr 44 metra hæð og það ofan á trampólín.

YouTube-myndbönd þar sem allskyns hlutum er sleppt úr mikilli hæð eru gríðarlega vinsæl og hefur fólk áhuga á því að sjá útkomuna. Að þessu sinni hefur Rober sett saman tveggja tonna sterkt trampólín og í myndbandinu er sleppt allskyns aðskotahlutum ofan á trampólínið. Mikil vinna fór í hönnun trampólínsins og á það að standast hvað sem er.

Fyrirmynd tilraunarinnar má finna á YouTube-síðunni How Ridiculous sem einmitt framleiðir slík myndbönd. Rober fékk einmitt aðstoð frá þeim félögum við gerð myndbandsins. 

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.

Eins og áður segir voru drengirnir í How Ridiculous með í för og gerðu þeir sitt eigið myndband. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×