Senda bréf á næstu dögum til þeirra sem gætu átt von á sekt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Edda Símonardóttir er sviðsstjóri hjá Skattinum. Vísir/Egill Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins. Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins.
Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25