Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2020 18:34 Sonur Baldurs Kristinssonar er með lifrasjúkdóm og er útsettur fyrir hvers kyns pestum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira