Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 20:00 Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum