Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 12:06 Um fimm hundruð heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á mataraðstoð að halda. visir/vilhelm Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Sjá meira
Hópur sjálfboðaliða mun sinna matarúthlutunum á meðan samkomubann er í gildi. Um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfa á slíkri aðstoð að halda og mun slysavarnarfélagið Landsbjörg keyra vörur heim til þeirra. Fyrr í vikunni var greint frá því að lokað yrði fyrir matarúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd vegna kórónuveirunnar. Ástæðan er sú að sjálfboðaliðar eru flestallir í áhættuhópi. Stór hópur sjálfboðaliða ásamt Fjölskylduhjálp hefur ákveðið að bregðast við og sinna úthlutun á höfuðborgarsvæðinu. „Út af þessari fordæmalausu stöðu sem við erum í, samkomubanninu sem tekur gildi á miðnætti, þá hefur það veruleg áhrif á matarúthlutun til þeirra sem hafa hingað til verið að sækja hana, til dæmis til Fjölskylduhjálpar. Þetta er stór hópur. Fjölskyldur og einstaklingar sem reiða sig algjörlega áþessar nauðsynjar. Þetta er hópur sjálfboðaliða og Fjölskylduhjálpin sem bregst við. Við ætlum að opna fyrir skráningar í dag á netinu, þar sem fólk getur skráð sig fyrir þessum nauðsynjum. Á morgun opnum við fyrir símaver þar sem verður tekið við símtölum fyrir þá sem ekki hafa aðganga að netinu,“ sagði Steingrímur Sævar Ólafsson. Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun í framhaldinu keyra vörurnar heim til þeirra sem þurfa á aðstoðinni að halda. „Þannig snúum við þessu við. Út af samkomubanninu þá getur fólk ekki sótt þessar nauðsynjar og því færum við nauðsynjar til þeirra,“ sagði Steingrímur. Steingrímur segir að um 500 heimili á höfuðborgarsvæðinu þurfi á aðstoð að halda. „Við þurfum bara að sýna þessa samstöðu. Þennan samhug og við þurfum öll að leggjast á eitt og við gerum það með þessu,“ sagði Steingrímur. Úthlutunin er öll framkvæmd með samþykki almannavarna og vitund embætti sóttvarnarlæknis. Upplýsingar um úthlutunina verða aðgengilegar á íslensku, pólsku, spænsku og arabísku. Líkt og fyrr segir verður opnað fyrir skráningar á netinu í dag en upplýsingar um skráningar verða aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Opnað verður fyrir símaver á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Tengdar fréttir Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Sjá meira
Hundruð manna fá ekki matargjafir Mæðrastyrksnefnd verður lokuð næstu vikuna vegna kórónuveirunnar. Þeir verst settu geta beðið um neyðaraðstoð og framkvæmdastjórinn bindur vonir við að félagsþjónustan grípi hópinn. 12. mars 2020 17:49