Lærir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað vegna veirunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:00 Melkorka ákvað að fara heim til Íslands þegar Trump tók ákvörðun um farbann. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda