Ferðakostnaður ríkisins lækkað um 1,1 milljarð milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 09:45 Hluti ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur ferðast minna en áður. vísir/vilhelm Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira