Ferðamenn á Suðurlandi horfnir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2020 11:00 Ferðamönnum í Vík fækkaði stórlega á einungis Vísir/Stöð 2 Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira