Sjö smituð á Hótel Rangá Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 12:27 Einstaklingarnir sem reyndust smitaðir tengjast ekki að öðru leyti en að þeir voru allir á hótelinu. Hótel Rangá. Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17