Hlaupa Setbergshringinn í minningu Úlfars Daníelssonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:08 Leifur Garðarson skólastjóri er á meðal þeirra sem hlaupa í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira
Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira