Sér ekki fram á tilslakanir í ljósi stöðunnar Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 15:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17