Sér ekki fram á tilslakanir í ljósi stöðunnar Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 15:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17