„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. ágúst 2020 18:44 Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55
Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17