Emir Dokara með yfirlýsingu til stuðningsmanna Ólafsvíkur | Klárar ekki tímabilið Ísak Hallmundarson skrifar 23. ágúst 2020 19:00 Emil Dokara mun ekki halda áfram að spila fyrir Víking Ólafsvík vísir/daníel Emir Dokara, sem hefur verið fyrirliði Víkings Ólafsvíkur um skeið og spilað með liðinu í tæp tíu ár, var á dögunum sendur í ótímabundið leyfi af Guðjóni Þórðarsyni þjálfara liðsins. Emir hefur nú sent frá sér yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu liðsins og segist ætla að hætta að spila með liðinu vegna skorts á virðingu frá þjálfaranum. „Síðan hann (Guðjón) kom hingað hefur hann aldrei rætt hlutina almennilega við mig. Þegar ég spurði hann af hverju hann rak mig úr liðinu sagði hann: „Ég þarf ekki að segja þér ástæðuna,“ sneri sér við og labbaði í burtu. Ég naut ekki virðingar hans,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segist hafa talað við stjórn félagsins sem hafi viljað halda honum innan liðsins en hann ætlar ekki að klára tímabilið með Víkingum og segir ástæðuna að hann njóti ekki virðingar þjálfarans. Þá vill hann enda hlutina á góðum nótum og telur mikilvægara að þjálfarinn haldi áfram en hann sjálfur. „Í þessum erfiðu aðstæðum er liðið mikilvægara og þarf meira á þjálfara að halda en einum leikmanni, það er skárri kosturinn og fórn sem ég er tilbúinn að færa,“ segir hann. Að lokum þakkar Emir stjórn Víkings Ó. og stuðningsmönnum innilega fyrir árin með félaginu. Lengjudeildin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Emir Dokara, sem hefur verið fyrirliði Víkings Ólafsvíkur um skeið og spilað með liðinu í tæp tíu ár, var á dögunum sendur í ótímabundið leyfi af Guðjóni Þórðarsyni þjálfara liðsins. Emir hefur nú sent frá sér yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu liðsins og segist ætla að hætta að spila með liðinu vegna skorts á virðingu frá þjálfaranum. „Síðan hann (Guðjón) kom hingað hefur hann aldrei rætt hlutina almennilega við mig. Þegar ég spurði hann af hverju hann rak mig úr liðinu sagði hann: „Ég þarf ekki að segja þér ástæðuna,“ sneri sér við og labbaði í burtu. Ég naut ekki virðingar hans,“ segir í yfirlýsingunni. Hann segist hafa talað við stjórn félagsins sem hafi viljað halda honum innan liðsins en hann ætlar ekki að klára tímabilið með Víkingum og segir ástæðuna að hann njóti ekki virðingar þjálfarans. Þá vill hann enda hlutina á góðum nótum og telur mikilvægara að þjálfarinn haldi áfram en hann sjálfur. „Í þessum erfiðu aðstæðum er liðið mikilvægara og þarf meira á þjálfara að halda en einum leikmanni, það er skárri kosturinn og fórn sem ég er tilbúinn að færa,“ segir hann. Að lokum þakkar Emir stjórn Víkings Ó. og stuðningsmönnum innilega fyrir árin með félaginu.
Lengjudeildin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira