Fimm daga sóttkví vægari skerðing en fyrri hömlur Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 07:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtir grein í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55