Vík í Mýrdal er eins og draugaþorp í kjölfar Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2020 12:15 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir að það þýði ekki að leggjast í sorg og sút vegna ástandsins, íbúar Mýrdalshrepps ætli að koma standandi niður eftir Covid-19 faraldurinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira