Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 19:15 Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira