Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2020 18:45 Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes og Grafningshrepp sem skilur ekki af hverju fólk hlýðir ekki tilmælum yfirvalda og haldi sig heima um páskana, ekki í sumarbústöðum. magnús hlynur hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira