Hornfirðingar ætla að spýta í vegna ástandsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2020 12:15 Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira