Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira