Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 08:00 Harry Maguire gæti misst fyrirliðabandið hjá Manchester United og sætið í enska landsliðinu. Getty/Alex Gottschalk Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. Ein af stóru spurningunum er hvort að Gareth Southgate ákveði að velja Harry Maguire í hópinn sinn eða ekki. Það er ekki spurning um hæfileika Harry Maguire enda einn allra besti miðvörður enska landsliðsins. Gareth Southgate faces a dilemma over whether to call up Harry Maguire for England's upcoming Nations League games. https://t.co/UmnvUiNg5v#bbcfootball pic.twitter.com/EYogjok8Ea— BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2020 Vandamálið eru aftur á mót vandræði Harry Maguire í sumarfríinu í Grikklandi þar sem hann endaði á bak við lás og slá eftir handalögmál við gríska lögreglumenn. Gareth Southgate ætlar að velja sinn sterkasta hóp fyrir þennan langþráða landsleik enda hafa allir A-landsleikir sem áttu á vera á árinu 2020 fallið niður vegna kórónuveirufaraldursins. Englendingar ætluðu að spila tvo æfingalandsleiki í mars, tvo í byrjun júní og taka svo þátt í Evrópukeppninni en ekkert varð af þessum leikjum. Það er því langt síðan enska landsliðið kom síðast saman sem var fyrir leiki í nóvember 2019. There should be no rush to judgement but Maguire has put Ole Gunnar Solskjaer and Gareth Southgate in a difficult position https://t.co/CT7Ih4p7tJ— The Telegraph (@Telegraph) August 22, 2020 Heimildir Sky Sports eru að Gareth Southgate sé að fylgjast með gangi mála hjá Harry Maguire á eyjunni Mykonos í Grikklandi. Harry Maguire hefur lýst yfir sakleysi sínu en hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum löndum sínum eftir átök við lögregluna fyrir utan bar. Gareth Southgate hefur tekið hart á agamálum landsliðsmanna og henti Raheem Sterling meðal annars út úr landsliðinu eftir deilur við Joe Gomez. Það má líka búast við hálfgerðum fjölmiðlasirkus á Íslandi verði Harry Maguire með í hópnum enda hafa slúðurblöðin mikinn áhuga á vandræðum hans í Grikklandi. Enska landsliðið ætlar að vera lengur á Íslandi en í fyrstu var búist við og því enn meiri ástæða fyrir ensku blöðin að senda sitt fólk hingað til lands.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira