ESPN: Man. City að skoða það að kaupa Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi var bæði með yfir tuttugu mörk og tuttugu stoðsendingar fyrir Barcelona í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Rafael Marchante Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Manchester City er sagt vera að reikna það út hvort félagið eigi möguleika á því að kaupa Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Þetta herma heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN sem slær þessu upp á heimasíðu sinni. Forráðamenn Manchester City gera sér alveg grein fyrir því að það gæti orðið mjög flókið mál að landa leikmanni eins og sjálfum Lionel Messi. Lykilatriði er að Barcelona sé tilbúið að selja leikmanninn fyrir raunhæfa upphæð. Messi er orðinn 33 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Barcelona liðinu þar sem hann á flest met félagsins. Manchester City are crunching the numbers to work out if they would be able to sign Lionel Messi if he becomes available, sources have told @moillorens & @RodrigoFaez. https://t.co/W9VSkuVYFp— ESPN FC (@ESPNFC) August 24, 2020 ESPN hafði áður sagt frá því að einhverjir í stjórn Barcelona séu tilbúnir að selja Messi ef argentínski snillingurinn heldur áfram að pressa á það að komast í burtu frá félaginu. Framtíð Barcelona er ekki björt eins og er því liðið hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár og það lítur út fyrir að Börsungar séu nú á tímamótum. Það er kannski ekki mjög spennandi fyrir leikmann á aldri Messi að taka þátt í enduruppbyggingu á þessum tímapunkti á sínum ferli. Messi er með samning við Barcelona út næsta tímabil og það kostar 700 milljónir evra að kaupa hann út. Það er ekkert félag að fara borga slíka upphæð fyrir hann. Manchester City are reportedly crunching the numbers to see if they could make a bid for Lionel Messi Latest gossip https://t.co/p5AtVZFAGv pic.twitter.com/x6YbasqhLR— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu á dögunum og hann hefur fundað með Lionel Messi um framtíðina. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabil og endaði það með 8-2 tapi á móti Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lið eins og Paris Saint Germain í Frakklandi og Internazionale frá Ítalíu hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegur áfangastaður Messi en áfram eru þó mestar líkur á því að hann verði áfram hjá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira