Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:51 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. Formaður Neytendasamtakanna segir að fundur með forsvarsmönnum Icelandair sé áætlaður nú um mánaðamótin þar sem þessi mál verða rædd. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við fréttastofu að öll ferðatengd Covid-mál sem komin voru á borð samtakanna í páskafríinu hafa verið orðinn rúmlega 800 talsins. Síðan þá hafi þeim einungis fjölgað. Af þeim málum séu nú nokkur hundruð mál sem tengist Icelandair. Til standi að forsvarsmenn Icelandair fundi með Neytendasamtökunum nú um mánaðamótin til að ræða þessi mál. „Fyrir sumarfrí áttum við fund með forsvarsmönnum Icelandair þar sem okkur var tjáð að þeir myndu stefna að því að um miðjan ágúst myndu þeir klára allar endurgreiðslur frá því fram að lokum maí sem þeir áttu eftir að greiða. Síðan ætla þeir að reyna að vinna upp hratt og örugglega það sem stendur út af,“ segir Breki. Gera sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins en ekki sé hægt að hnika rétti neytenda Elstu málin séu frá því í apríl. „Við töluðum um það á síðasta fundi sem var í júlí að við myndum hittast um þessi mánaðamót sem eru núna í næstu viku og fara aftur yfir stöðuna,“ segir Breki. Ekki hefur enn verið boðað til fundarins. „Þetta er á dagskrá og við munum hittast á næstunni og fara yfir stöðuna.“ „Við gerum okkur náttúrulega grein fyrir ákaflega erfiðri stöðu félagsins en það er ekki þar með sagt, þetta er skýlaus réttur neytenda og það er ekkert hægt að hnika því.“ „Hafi flug verið fellt niður þá hafa þeir skýlausan rétt á endurgreiðslu innan sjö daga. Okkar mat er það að dragist endurgreiðslan umfram það þá eigi þeir líka rétt á dráttarvöxtum. Þetta er fjárkrafa sem neytendur eiga inni hjá fyrirtækinu alveg eins og fyrirtæki eiga rétt á dráttarvöxtum dragist greiðslur frá einstaklingum,“ segir Breki. Oft fljótlegra að sækja um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum Ekki hefur komið til umræðu hvort til málaferla verði gripið. Neytendur geti hins vegar sótt um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum sem taki oft styttri tíma. „Þó að það taki ákveðinn tíma er það oft og tíðum, eins og staðan er núna, fljótlegra en að bíða eftir að Icelandair endurgreiði. Það geti þó tekið allt að tvo mánuði að afgreiða slík mál á þann hátt. „Það hefur oft og tíðum reynst öruggari leið fyrir fólk að fá endurgreitt. Þó tveir mánuðir hljómi langur tími þá hefur fólk verið að bíða mun lengur eftir endurgreiðslum frá Icelandair,“ segir Breki. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. Formaður Neytendasamtakanna segir að fundur með forsvarsmönnum Icelandair sé áætlaður nú um mánaðamótin þar sem þessi mál verða rædd. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við fréttastofu að öll ferðatengd Covid-mál sem komin voru á borð samtakanna í páskafríinu hafa verið orðinn rúmlega 800 talsins. Síðan þá hafi þeim einungis fjölgað. Af þeim málum séu nú nokkur hundruð mál sem tengist Icelandair. Til standi að forsvarsmenn Icelandair fundi með Neytendasamtökunum nú um mánaðamótin til að ræða þessi mál. „Fyrir sumarfrí áttum við fund með forsvarsmönnum Icelandair þar sem okkur var tjáð að þeir myndu stefna að því að um miðjan ágúst myndu þeir klára allar endurgreiðslur frá því fram að lokum maí sem þeir áttu eftir að greiða. Síðan ætla þeir að reyna að vinna upp hratt og örugglega það sem stendur út af,“ segir Breki. Gera sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins en ekki sé hægt að hnika rétti neytenda Elstu málin séu frá því í apríl. „Við töluðum um það á síðasta fundi sem var í júlí að við myndum hittast um þessi mánaðamót sem eru núna í næstu viku og fara aftur yfir stöðuna,“ segir Breki. Ekki hefur enn verið boðað til fundarins. „Þetta er á dagskrá og við munum hittast á næstunni og fara yfir stöðuna.“ „Við gerum okkur náttúrulega grein fyrir ákaflega erfiðri stöðu félagsins en það er ekki þar með sagt, þetta er skýlaus réttur neytenda og það er ekkert hægt að hnika því.“ „Hafi flug verið fellt niður þá hafa þeir skýlausan rétt á endurgreiðslu innan sjö daga. Okkar mat er það að dragist endurgreiðslan umfram það þá eigi þeir líka rétt á dráttarvöxtum. Þetta er fjárkrafa sem neytendur eiga inni hjá fyrirtækinu alveg eins og fyrirtæki eiga rétt á dráttarvöxtum dragist greiðslur frá einstaklingum,“ segir Breki. Oft fljótlegra að sækja um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum Ekki hefur komið til umræðu hvort til málaferla verði gripið. Neytendur geti hins vegar sótt um endurgreiðslu hjá greiðslukortafyrirtækjum sem taki oft styttri tíma. „Þó að það taki ákveðinn tíma er það oft og tíðum, eins og staðan er núna, fljótlegra en að bíða eftir að Icelandair endurgreiði. Það geti þó tekið allt að tvo mánuði að afgreiða slík mál á þann hátt. „Það hefur oft og tíðum reynst öruggari leið fyrir fólk að fá endurgreitt. Þó tveir mánuðir hljómi langur tími þá hefur fólk verið að bíða mun lengur eftir endurgreiðslum frá Icelandair,“ segir Breki.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34
Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58
Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandan Boeing vegna 737 MAX flugvéla framleiðandans nemi 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. 19. ágúst 2020 10:02