Ekki mælt með að ráðherrar taki þátt í samstarfi við einkaaðila Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 17:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Sjá meira
Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57
Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01