Leikskóla lokað í þrjá daga Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:51 Álfaborg var lokað í gær og verður leikskólinn lokaður fram á föstudag. álfaborg Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu. Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu.
Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01