Leikskóla lokað í þrjá daga Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:51 Álfaborg var lokað í gær og verður leikskólinn lokaður fram á föstudag. álfaborg Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu. Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu.
Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01