Herða leitina að uppruna smitsins vegna mótsagnakenndra niðurstaðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2020 15:27 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví vegna málsins. Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira