Mönnun á leikskólum borgarinnar vonbrigði í ljósi ástandsins á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 21:00 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. EGILL AÐALSTEINSSON Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira