Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:30 Það er mikið verðmæti í nafni Lionel Messi og Manchester mun örugglega nýta sér það. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020
Enski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira