Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 09:07 Ásgeir Jónsson seðlabankastjórinn lagar jakkann á kynningarfundi um stýrivaxtaákvörðun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis. Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. Slíkt geti mögulega dregið úr hvata fólks til að halda aftur á vinnumarkað og orðið til þess að atvinnuleysi verði langvarandi. Alþingismenn, stéttarfélög og ýmsir hagfræðingar hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar. Fyrir því séu ekki aðeins mannúðarrök heldur jafnframt hagfræðileg, eins og Ólafur Kjaran Árnason hagfræðingur rakti í nýlegri grein. Alþýðusamband Íslands tekur í sama streng, hvergi í heiminum hafi sú aðferð að „svelta fólk út af bótum skilað árangri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi tvær aðstæður fyrir því að hann teldi hækkun atvinnuleysisbóta ekki ákjósanlega á þessum tímapunkti. Að hans áliti þurfi að vera „ákveðinn munur á atvinnuleysisbótum og lágmarkslaunum, til þess að það sé einhver „nauðsynlegur hvati“ til þess að stíga inn á vinnumarkaðinn og út úr bótakerfinu.“ Jafnframt hugnist fjármálaráðherra ekki að „leggja viðbótarálögur á atvinnurekendur vegna atvinnutryggingagjalds en það er það síðasta sem ég tel að muni hjálpa okkur við að skapa ný störf, að auka enn frekar álögur á atvinnulífið,“ sagði Bjarni í Bítinu á dögunum. Samtök atvinnulífsins hafa talað á svipuðum nótum: „Fjöldi rannsókna hefur sýnt að háar bætur í samhengi við laun á vinnumarkaði dragi úr hvata til atvinnuleitar og hafi þannig áhrif til aukins atvinnuleysis með tilheyrandi útgjöldum úr sameiginlegum sjóðum. Einnig hefur verið sýnt fram á að það sé samband milli lengdar bótatímabils og lengdar tímabils atvinnuleysis.“ Ekki fjárhagslegur hvati fyrir ungt fólk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, aðspurður í Fréttablaðinu, segir að hækkun atvinnuleysisbóta geti mögulega leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú,“ segir Ásgeir. Slíkt geti orðið til þess að atvinnuleysið verði langvarandi. Lágar atvinnuleysisbætur geti orðið til þess að halda aftur af einkaneyslu - „en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ bætir Ásgeir við. Að sama skapi segist hann við blaðið hafa „verulegar áhyggjur“ af því að ungt fólk eigi í erfiðleikum með að hefja starfsferil sinn. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði skili litlum peningalegum ávinningi. Greint var frá því gær að til standi að framlengja rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex. Þá verði hlutabótaúrræðið framlengt sömuleiðis.
Vinnumarkaður Félagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02 Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00 Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. 18. ágúst 2020 09:02
Segir hærri atvinnuleysisbætur geta stuðlað að auknu atvinnuleysi Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir það varhugavert að hækka atvinnuleysisbætur. Það geti leitt til aukins atvinnuleysis og stuðlað að því að færri störf verði búin til auk þess sem það geti orðið þungur baggi fyrir ríkið. 13. ágúst 2020 13:00
Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. 15. júlí 2020 20:00