Víkingar hafa beðið í 48 ár eftir fyrsta Evrópusigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Víkingar enduðu 48 ára bið með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira