Bjóða fría gistingu fyrir alla starfsmenn Landspítalans og þríeykið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 12:30 Hótel Laki er í Skaftárhreppi rétt við Kirkjubæjarklaustur. Einkasafn Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Öllu starfsfólki Landspítalans með sínum mökum verður boðið upp á fría gistingu á Hótel Laka rétt við Kirkjubæjarklaustur í sumar, eða rúmlega fimm þúsund starfsmönnum spítalans. Þríeykinu verður líka boðið, eða þeim Víði, Þórlófi og Ölmu, með sínum mökum. Hótel Laki er staðsett fimm kílómetrum sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á hótelinu er 80 herbergi. Hótel Laki er fjölskyldu fyrirtæki þar sem Eva Björk Harðardóttir er hótelstjóri. Hún segir að boðið til starfsfólks Landspítalans og þríeykisins sé vegna kórónuveirunnar, fólkið eigið skilið gott frí og slökun fyrir frábært starf, Hótel Laki vilji leggja þar sitt af mörkum. „Við sitjum uppi með hálf tómt hótel eins og flestir ferðaþjónustuaðilar á landinu og ákváðum að reyna að horfa á þetta sem tækifæri og þakka einhverjum fyrir vel unnin störf. Þá fórum við að hugsa hvað við gætum gert og þá datt okkur í hug vegna mikils álags starfsfólks Landspítalans og þríeykinu okkar fræga að bjóða frí herbergi fyrir þennan hóp í sumar,“ segir Eva Björk. „Ég veit að það eru í margir í sömu stöðu og við að hafa eitthvað að bjóða og geta þannig þakkað fyrir. Við erum í þessari aðstöðu núna og datt í hug að í staðinn fyrir að sitja uppi með tómt hótel og einhvern fastan kostnað að bjóða það sem við getum og við ákváðum að taka Landspítalann og þríeykið út fyrir sviga og þakka fyrir með þessu móti,“ bætir Eva Björk við. Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og einn af eigendum hótelsins.EinkasafnEva Björk segir að það sé mikið af náttúruperlum í næsta nágrenni við hótelið og víða sé hægt að fara í skemmtilega afþreyingu, þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ákveði starfsmenn Landspítalans og þríeykið að koma á Hótel Laka frítt í sumar. „Þetta er kannski skref í þá átt að biðja fólk um að nýta þjónustuna úti á landi og stíga þannig í ístaðið með þessari stóru atvinnugrein, sem á undir högg að sækja. Ég á von að boði okkar verði vel tekið og að starfsfólkið og makar þeirra nýti sér tilboðið og heimsæki Suðurland. Það eru nú þegar farnar að koma einhverjar hringingar og við erum farin að taka niður einhverjar bókanir. Ég vil bara hvetja fólk til að heyra í okkur, það er nóg af lausum herbergjum,“ segir Eva Björk. Á hótelinu eru 80 herbergi, sem starfsfólk Landsspítalans og makar þeirra, ásamt þríeykinu og mökum þeirra geta fengiði að gista frítt í vegna álagsins á starfsfólkið vegna kórónuveirunnar.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira